Ég og Óliver Viktor áttum mjög erfiðan dag í síðustu viku og endaði með því að hann missti nánast andann af ofreynslu, hræðslu, óöryggi og marbletti og ég upp á slysó með tognaðar sinar, bitför, klóruð til blóðs og heilahristing !

Sem betur fer var Erika Rakel í góðum höndum hjá nágrönnunum og Sólrún var með Baltasar Kasper.

Ég er líka mjög þakklát fyrir nágranna okkar, Friðrik sem kom og náði Óliver Viktor niður en elsku barnið var svo hrætt og leið svo ofboðslega illa og grét, ég grét líka.. ekki af hræðslu við hann heldur hræðslu um hann !

Hann er ofboðslega misskilinn, hann er ekki illur hann er ekki ofbeldisfullur hann er ekki vondur !

Hann er hræddur, hann skilur ekki, hann hefur ekki tungumál, hann er ljúfur lítill drengur sem kann ekki að gera sig skiljanlegan og getur því ekki komið neinu á framfæri sem hann vill.

Hann vill ekki meiða mann og gerir það ekki af ásettu ráði. Hann missir skap sitt þegar hann er orðinn pirraður og þreyttur á að umhverfið og einstaklingarnir í kring skilji hann ekki.

Ég lái honum það ekki ! Ég hef tungumál og ég get tjáð mig samt verð ég mjög oft pirruð við umhverfið og einstaklingana í kringum mig.

Ég hef verið spurð hvernig ég hafi það og ég segi alltaf að ég sé bara orðin nokkuð góð .. sem er alls ekki lygi líkamlega er ég bara að verða nokkuð góð ég er aum hér og þar en ekkert til að kvarta yfir.

Aftur á móti andlega er ég ennþá í miklu sjokki og fann það í morgun þegar minn maður var að taka skapkast hvað ég var fljót í vörn og fljót að missa jafnvægið.

Ég sat stjörf af hræðslu og öryggisleysi, ég fann að hjartað byrjaði að hamast og hausinn fór á yfirsnúning með spurningum eins og : hvað get ég gert ? hvað gerði ég vitlaust núna ? af hverju get ég ekki vandað mig betur ? hvernig get ég hjálpað honum ? af hverju er ég hrædd…

Hrædd við mitt eigið BARN !

Ég ítreka alltaf að hann ber ekki að hræðast og hef mikið hugsað þetta síðustu daga og átta mig á því að ég er ekki hrædd við HANN heldur er ég hrædd við þessar aðstæður og er ekki óörugg sjálf heldur hrædd um hans öryggi og óttast hvað hann gerir hvaða áhrif það mun hafa andlega á hann og mig.

Að upplifa svona er eitthvað sem ég held að ég geti ekki lýst nógu vel og enginn getur fyllilega skilið nema vera í þeim aðstæðum !

Heimurinn bara stoppar og manni langar ekki endilega að halda áfram vegna þess að manni finnst allt vera ómögulegt, ég geri ekki neitt rétt og labba allstaðar á veggi..

En þannig er þetta einhverfa er eilífðar krefjandi verkefni sem ég lofaði syni mínum að vinna með honum og ég mun ekki hætta að vinna það verkefni.

Þó mér finnist ég ekki endilega vera gera það nógu vel oft á tíðum og raddir annara minna mann á reglulega hvað má nú betur fara .. gagnrýni verður alltaf allstaðar og það má.

Fólk má alveg hafa sínar skoðanir en ég má ekki láta þær skoðanir stjórna mér og mínum hugsunum.

Ég þarf ekki hjálp við gagnrýnar hugsanir á sjálfa mig.. ég er fullfær um það sjálf !

Allir foreldrar upplifa það að vera ekki nógu góðir fyrir börnin sín á einhverjum tímapunkti og allir foreldrar upplifa sig vanmáttuga gagnvart börnum sínum einhverntíman.

Ég upplifa þetta alla daga með Óliver Viktor, alla daga finn ég hjólið upp á nýtt, vegna þess að hver dagur er öðruvísi, það er ekki hægt að ganga að neinu vísu með þennan fallega gulldreng.

Ég sór að standa mig í þessu hlutverki og ég mun gera það áfram hvort sem ég geri það illa eða vel þá mun ég samt halda áfram vegna þess að hann á það skilið !

Hann verður ekki settur inn á einhverja stofnun og geymdur þar eins og sumir hafa spurt mig hvort væri ekki gáfulegast.

NEI meðan ég stend í lappirnar og meðan ég dreg andan verð ég ummönnunaraðili hans með pabba hans og frábæra teyminu hans.

Ásamt yndislegu fjölskyldunni sem hann hefur eignast í Brúnuhlíð orð fá ekki lýst hversu þakklát ég er fyrir allt þetta yndislega fólk í kringum okkur sem vill drengnum okkar allt það besta eins og hann væri þeirra.

Brúnahlíð, teymið hans í leiksskólanum, Sólrún, fjölskyldudeild og greiningastöðin – ef ekki væri fyrir þetta fólk þá værum við Egill ekki hér það er alveg nokkuð ljóst !!

Okkar heimili verður alltaf öðruvísi og systkyni Ólivers Viktors munu alltaf upplifa hluti og sjá hluti sem flest önnur börn geta ekki einu sinni ímyndað sér.. þau eru naglar og standa sig ofboðslega vel.

Ég er ekki í leit eftir neinu, ekki samþykki, ekki vorkunn.

Við stöndum hér .. föst í lappirnar !

Stundum pínu bogin og stundum hálfbrotin en aldrei EKKI !