Góða dag flotta fólk bara tvö blogg á einum mánuði þetta er bara met 🙂
Fyrst og fremst vildi ég segja þær gleðifréttir að það er komin stuðningsfjölskylda !!
Það er mikil hamingja með það á þessum bæ og ekki verra hvað við fengum alveg dásamlegt fólk öll alveg hreint frábær, hlý, skilingsrík og yndisleg 🙂 Einmitt það sem molinn þarf.
Það er eiginlega alveg lyginni líkast hvað þau eru frábær fyrir gulldrenginn og hann er búinn að prófa að fara eina helgi til þeirra og það bara gekk eins og í sögu. Þetta er bara ótrúlegt og við erum ekkert smá þakklát fyrir þetta 🙂
Já þetta hefur verið mikil gleði og léttir fyrir okkur foreldrana og ábyggilega Óliver Viktor líka. Það er mikið áreiti á okkar heimili og hann fær engar pásur nema þessar stuðningshelgar.
Ég get alveg ímyndað mér það hvað það er erfitt að standa í svona stöðugu áreiti og þurfa að halda kúlinu ég dáist af honum og vildi óska að ég gæti gert meira til að aðstoða hann !
En Gulldrengurinn er búinn að vera ganga í gegnum eitthvað tímabil.. hann er eitthvað að breytast en hvað er að breytast get ég ekki sagt. Hann er orðinn kröfuharðari og það er orðið erfiðara að eiga við hann að mörgu leyti. Hann er að ná auknum þroska og er kominn í smá sjálfstæðiðbaráttur sem ég gleðst mikið yfir en hann kann ekki alveg mörkin og þar liggur oft smá vandi.
Hann átti alveg einstaklega erfitt í gærkvöldi og tók rosalegt kast í og annað minna í morgun.
Ég verð svo ráðalaus og eftir svona eins og það verður aldrei auðveldara að standa ráðalaus gagnvart barni sínu og get engann veginn skilið hvað er að eða hjálpað og stundum langar manni bara að labba út fá einhvern annan inná völlinn fyrir sig.
Ég finn að hann einangrast meira með aldrinum… það eru svo fáir sem geta talist partur af hans lífi og svo fáir sem treysta sér í hann eða hreinlega nenna ekki að reyna skilja og gefa sig eftir honum. Því það koma alveg dagar þar sem ég TREYSTI mér ekki í hann en það er bara ekki í boði.
Það sem ég er samt fegin og heppin að geta verið ein af þessum merkilegu manneskjum í hans lífi því það sem hann gefur manni mikla ást og hlýju inn á milli og það sem hann hefur kennt mér mikið um sjálfa mig er alveg ótrúlegt og ég er honum afskaplega þakklát fyrir það.
Ég finn að hann er oft að reyna að segja eða gera eitthvað en næ ekki að finna út úr því hvað það er og ég sé að hann vill oft meira en hann fær eins og í samskiptum við fólk sérstaklega krakka en þau eðlilega vilja ekki mikið með hann hafa.
En hann er ennþá mjög hrifinn af systur sinni og ég þakka guði fyrir hana þvi hún er eini og besti vinur hans.
Hann vill ekki ennþá sjá litla bróður sinn og væri alveg sama enn sem komið er þótt hann myndi bara hverfa.
Ég finn líka að þol okkar foreldra gegn öðru fólki fer minnkandi þeas við setjum mikla orku í að hugsa um gulldrenginn og reynum eftir mestu getu að hafa allt jákvætt í kringum hann.
En þegar það er svo fólk inn á milli sem laðast að neikvæðni og liggur í sjálfsvorkunn er þolið bara búið og ég finn hvað ég er að verða grimmari og hef lítið þol fyrir fólki í leit að vorkunn. Þá á ég auðvitað ekki við að ég geti ekki talað við vinkonur þegar þær eiga erfitt eða fólk sem á virkilega erfitt og vantar stuðning.
En fólk sem helduru að það sé eitt í heiminum og telur að það besta í stöðunni sé að liggja í sjálfsvorkunn í staðinn fyrir að standa upp af rassgatinu og hjálpa sér sjálft.
Munum gott fólk að karma er oft erfitt og það sem þú gefur af þér færð þú tilbaka þannig að oft þarf fólk aðeins að hreinsa til í sínum garði og etv fara að horfa meira í kringum sig í stað þess að einblína á að vorkenna sér !
Ef þú vilt eitthvað verður þú að vinna í því það er enginn að fara gera hlutina fyrir þig !
Ég finn líka að maður verður kaldari og ég hef ekki pláss fyrir áhorfendur í mínu lífi.
Það má því segja það að ég sé eiginlega búin að fá nóg af kjaftæði og hér eftir ætla ég ekki að taka þátt í því.
Óliver Viktor er líka að taka upp á því að hætta vilja pissa í klósettið það er einmitt einn af þessum hlutum sem eru að breytast en það eru auðvitað alltaf bakslög og ég vona bara að það gangi fljótt yfir því hann var orðinn rosalega duglegur.
Hann er farinn að okkur finnst farinn að reyna mynda fleiri orð og virðist skilja ofsalega mikið af því sem sagt er við hann.
Góðir hlutir gerast HÆGT !
Ó já þessi flotti gulldrengur sem fer eins flóknar og erfiðar leiðir í þessu lífi og hann getur fundið. Hann er svo sannarlega mikil hetja og duglegur. Hann er svo hlýr og dásamlegur.
Góðar kveðjur til ykkar gott fólk og hafið það gott.
Ég veit ég talaði um að gera videoblogg og er alls ekki hætt við þarf bara að redda mér myndavél í það því síminn minn er að gefa upp öndina.
En þið bíðið bara þolinmóð þangað til 🙂
Kveðja Katrín aka Grimmhildur Grámann
Elsku fallegi gulldrengurinn, hann er svo ótrúlega duglegur og ég er svo endalaust stolt af honum og ég er nú reyndar ekki minna stolt af foreldrum hans, topp eintök og hörku jaxlar 😉 🙂
Eins og ég hef oft sagt að þá langar mig svo oft að vita hvað þessi fallegi drengur er að hugsa og spá, það er án efa svo ótrúlega margt. Hann er svo yndislegur og þegar maður fær að sjá fallega brosið hans og spékoppana að þá bræðir hann mann alveg 🙂
En eins og þú segir, góðir hlutir gerast hægt 🙂
Knús á ykkur öll duglega fólk :** 🙂
Takk ljúfust fyrir bloggið – og til hamingju með stuðningsfjölskylduna.
knús
takk fyrir þetta Katrín mín, og þú ert engin grimmhildur grámann, þú ert mamman sem viltt allt það allrabesta fyrir einstaka drenginn okkar <3
Gaman að lesa skrifin þín Katrín. Mikið vona ég að þetta tímabil sem hann er að ganga í gegnum sé eitthvað lítið og gangi fljótt yfir 🙂 Þið eruð algjörar hetjur og megið vera stolt af ykkur sem foreldrar Ólivers Viktors. Knús!
það sem eg er nu stoltust af þer elsku Katrin!
Hefur minn stuðning alla leið og ef það er eithvað þa bara hendiru a mig linu :*
Frabært ad Oliver fekk stuðningsforeldra sem vilja skilja hann <3