Það er að verða komið ár síðan ég kom með færslu hérna inn !

Óliver Viktor er mikið búinn að breystast á þessum og mikið búinn að þroskast.

Hann fór til dæmis aftur að gera hluti sem hann var alveg hættur að gera eins og að fara í sund, heita pottinn í Brúnuhlíð og bað. Núna elskar hann að fara í bað og vera í vatni sem er auðvitað ekkert nema frábært og auðveldar lífið heilan helling 🙂

Hann fór að borða aðeins betur líka og oftar, hann stendur sig vel í verkefnavinnu í leiksskólanum og fer mikið fram þar kominn með flóknari verkefni sem hann auðvitað rúllar upp enda ansi klár 🙂

Matarræðið er þó ennþá einhæft og dýrt því það sem er efst á lista er súkkulaðishake og ostabrauðstangir.

Hann er farinn að syngja heil ósköp, elskar til dæmis queen, elskar öll þeirra lög og syngur laglínuna í þeim öllum svo gott sem 🙂
Hann er mikill söngfugl og elskar tónlist það er það skemmtilegasta sem ég hlusta á, hann að syngja !

Hann var farinn að pissa bara sjálfur í klósettið án þess að einhver þyrfti að hjálpa eða segja honum að gera það. Meira að segja farinn nokkru sinnum að gera nr 2 í klósettið sem gladdi okkur óstjórnlega mikið get ég sagt ykkur !

Já það er mikið búið að breytast, drengurinn hefur stækkað heil ósköp líka og er orðinn voða fullorðinslegur, hefur sterkar skoðanir á hvernig hann klæðir sig og er mikill gaur, vill vera flottur sem hann auðvitað er alltaf 🙂

Hann er kominn líka með nýtt áhugamál, risaeðlur já Baltasar Kasper hefur verið mikill risaeðlukall og Óliver Viktor virðist ætla að deila þessu áhugamáli með bróður sínum sem er auðvitað bara hið besta mál nema þegar þeir rífast um eðlurnar 🙂

Þeir feðgar eiga ofboðslega gott samband og hann hlýðir pabba sínum nánast í einu og öll og samband þeirra ofboðslega fallegt !
Mömmuhjartað öfundar það stundum því hann er ekki alveg eins samvinnuþýður hjá mömmunni. Hann virðist taka reiðina frekar út á mér og verður því oftar reiður hjá mér og lætur högg dynja á mér en hann lætur föður sinn ekki finna fyrir því.
Hann er þó nánast hættur að reyna lemja bróður sinn og gerir ekkert við systur sína sem er bara jákvætt og ég vona að það sé ekki að fara breytast !

Óliver Viktor er líka farinn að fara aftur út úr húsi þó ekki lengi en samt eitthvað, fæst inn í búðir oftast endar það vel. Endar stundum ekki vel en það er þó aðalega ef mamman er með hann.

Hann elskar að rúnta og ef hann á erfiðan dag þá er það eina sem við gerum kaupum shake og rúntum í 4 til 5 tíma !

Síðan er aðlögun í skóla hafin, já skóla dekurprinsinn er að fara byrja í skóla í haust.

Hann fer í sérdeildina í Giljaskóla og hefur verið að fara í heimsóknir þangað í hverri viku sem hefur gengið bara ágætlega.
Þessi verðandi skólastrákur fór líka í nokkur afmæli í leiksskólanum, hann fékk boð og að sjálfsögðu þáðum við það. Pabbi hans fór með honum og það gekk eins og í sögðu. Stelpurnar er sérstaklega góðar við hann og vilja leika við hann sem er svo fallegt að sjá því hann er félagsvera og elskar að vera með 🙂

Hann fer ennþá í dekur upp í Brúnuhíð tvisvar í mánuði sem hann elskar, enda er allt gert fyrir hann þar og hann lítill prins þar!
Honum líður rosalega vel þar og einu skiptin sem barnið sefur er þar og þá sefur hann mjög vel !

Ég hreinlega veit ekki hvar ég væri án þeirra því það er jafnframt eini tíminn sem við á þessu heimili sofum öll vel og í réttum rúmum.
Hann hefur aftur fengist til að sofna í sínu rúmi og gengið mjög vel, vaknar svo klst seinna og fer í okkar rúm vaknar svo milli 1 og 3 á nóttunni og VAKIR þar til hann fer í leikkskólann eða sofnar kl 8 og ég fer ekki með hann á leiksskólann fyrr kl 10 svo hann fái að sofa eitthvað !

Ég held ég geti ekki nægilega mikið lýst því hvað langvarandi svefnleysi og endalaust brölt á nóttunni gerir manni og hefur mikið áhrif á fjölskyldulífið!!

Já við hjónin til að mynda sofum bara heila nótt í sama rúmi þegar Óliver Viktor fer í stuðning annars er annað okkar með hann og hitt annars staðar.
Þegar eitthvað af hinum börnunum er svo líka með brölt sem kemur fyrir þá er alveg óhætt að segja að við hjónin tölumst ekki sama neitt þá daga af þreytu og pirring.
Ég væri að ljúga því ef ég segði að þetta hefði engin áhrif á hjónabandið og leyfi mér að segja það að hjónalífið væri töluvert auðveldara ef dekurprinsinn myndi geta sofið og þá líka einn.

Ég las rannsókn um daginn þar sem kom fram hvað það er mikið hærri prósenta hjónabanda sem enda í skilnaði þegar fólk er með einhverf börn og það er eitthvað sem mér finnst bara alls ekki undarlegt. Álagið og streitan sem maður er undir bitnar mest á makanum og þegar gæðastundir hjóna eru ekki
neinar þá er ansi erfitt að rækta ástina 🙁

Við hjónin stöndum saman með þetta krefjandi verkefni sem okkur var falið og það er einn dagur í einu !

Síðustu tvær vikur hafa verið hrikalega erfiðar, dekurprinsinn verið mjög erfiður í leiksskólanum og tekið köst sem var nánast alveg hætt, orðinn töluvert erfiðari heima og ég grínast ekki þegar ég segi að allir tipla á tánum meira a segja hundurinn hefur fengið að kenna á þvi.

Svefninn er orðinn ennþá verri og síðustu 4 nætur hefur hann vakið alla nóttina !

Honum líður augljóslega ekki vel og þá byrjum við foreldrarnir í þessum skemmtilega ágiskunarleik, þannig að við tókum þvagprufu og létum senda í ræktun bíðum enn svara, höfuðum svo samband við Ingólf barnalækni og það verður kíkt á kappann í þessari viku til að athuga hvort það sé eitthvað líkamlegt að hrjá hann.
Hann er t.d. alveg hættur að pissa í klósett og vill bara vera í bleyju elsku kallinn og grætur mikið, stuttur þráður og þolir EKKERT áreiti eða breytingar núna og er með heyranatólin hverja minutu!

Hann var nánast hættur að vera með heyrnatólin nema bara við mesta áreitið en það var roslega lítið. Alltaf brosandi og oftast glaður! Auðvelt að tala hann til.

Já þessi ágiskunarleikur er ekki skemmtilegur og reynir ótrúlega mikið á andlega heilsu foreldranna að reyna giska hvað er að valda vanlíðan þegar þessi einstaki drengur getur ekkert tjáð sig um það.

Það er líka rosalega erfitt að hugsa til þess að hann sé að þjást einhversstaðar eða kvalinn af sársauka og
þurfi að bíða endalaust meðan foreldrarnir og læknar reyna að finna út hvað sé að ef það sé eitthvað líkamlegt!

Ég vona þó að það sé eitthvað sem komi í ljós líkamlega því annars þarf ég að fara giska á hvað sé að hrjá hann á öðrum sviðum og treystið mér
það er mikið erfiðara en þið haldið.

Stundum tja sennilega oft á tíðum fær hann ekki það sem nákvæmlega vildi, leika við þann sem hann langaði, hitta það fólk sem hann vildi, forðast það fólk sem hann vildi ekki, matur,föt, kalt heitt já ég get haldið áfram í allan dag !!!

Ég væri að ljúga ef ég segði að þetta hefði engin áhrif á andlega heilsu en þetta gerir það nefninlega helling, maður er endalaust að fara áfram með krepptan hnefann á undan sér og þegar maður heldur að þetta sé að hafast þá kemur eitthvað eða einhver og kippir fótunum undan manni!

Það fer líka öll orka, við þurfum líka að eiga eftir fyrir hin krílin sem sitja nú ekki á bossanum allan daginn og síðan fyrir okkur sjálf.

Ég er búin vera reyna koma mér í form en viðurkenni það að það er mjög erfitt að eiga orkuna í það.

En ég finn þó að það hjálpar að vera í formi og hjálpar andlegu heilsunni og því reyni ég að setja það í forgang en svo er líka Egill og hann þarf tíma fyrir sig og skólann  sem hann stendur sig rosalega vel í og ég vildi óska þess að hann þyrfti ekki að ströggla svona mikið með það út af heimilisaðstæðum.

En þá er auðvitað ekki neitt eftir fyrir okkur tvö hahaha já stundum þyrfti bara að vera fleiri tímar í sólahring held ég.

Nei já ég er bara að reyna lýsa okkar aðstæðum því trúið mér okkur langar að koma oftar í heimsókn og vera virkari í félagslifinu sem fjölskylda eða hjón eða bara einstaklingur en það er því miður þannig að tíminn gefst ekki í það ég reyni þó að senda hlýjar hugsanir til ykkar allra 🙂

Það er líka þannig að þegar við reynum það þá tekur marga daga að fylla batterin og er oft ekki þess virði hreinlega þvi miður.

Jæja en ég nú ekki að leita eftir neinu væli eða vorkun bara gefa ykkur öllum smá innsýn og trúið mér ég er mjög þakklát líka fyrir lífið og það sem við eigum því þetta er mikið ríkidæmi 🙂
Ég er líka fáranlega þakklát fyrir teymið í kringum gulldrenginn okkar og Brúnuhlíð þið eruð öll æðisleg og við værum ekki hér án ykkar 🙂

Eigðið frábæran dag fallega fólk
skal ekki láta líða langan tíma þar til næst 🙂

Leyfi ykkur að fylgjast með hvernig fer með læknirinn !

Katrín.