Það er alveg löngu kominn tími á færslu hérna.
Gleðilegt árið
Síðan ég skrifaði síðast hefur margt breyst og mikil breyting orðið á Óliver Viktori, sennilega það svona helsta er það að drengurinn hætti með bleyju á daginn og vorum við ekkert smá hamingjusöm með það enda enginn sem bjóst við þessu strax.
Hann kom því verulega á óvart þegar hann ákvað það bara sjálfur að fara pissa í klósett og það verða nánast aldrei slys.
Hins vegar það sem er búið að vera alveg afskaplega erfitt fyrir okkur foreldrana er það að hann vill ekki kúka í klósett og ef við náum ekki að fylgjast með honum til að skella á hann bleyju alveg frá a til ö þá kúkar hann á gólfið og makar því út um allt !!
Við erum búin að lenda í því að þurfa að taka herbergin hérna í gegn og sótthreinsa alveg og við erum bara að tala um að líta af drengnum í 3 mínutur það þarf ekki meira en það.
Hann er búinn að eyðileggja teppið í herberginu sínu og þurfum við að rífa það og endurnýja.
Það er svo illa farið að herbergið er ekki í notkun.
Á aðfangadag þegar allir voru að byrja að opna pakka vorum við foreldrarnir að þrífa kúk af veggjum og gólfi.
Hann kemur sér strax að verki og hefur þetta því erfiðað allt ofsalega mikið þar sem það MÁ ALLS EKKI líta neitt af honum og við verðum að vakta hann alveg. Sem er auðvitað afskaplega slæmt þegar maður er kannski einn og á tvö önnur börn.
En það þýðir svo sem ekki að segja neitt meira um það þetta er „tímabil“ sem gengur vonandi hratt yfir er alveg búið að vera núna í tja 2-3 mánuði.
Nóvember og desember 2014 voru rosalega erfiðir mánuðir og greinilega mikil vanlíðan hjá Óliver Viktori hann var að sofa lítið sem ekkert og var að taka kast hvern dag stundum oft á dag.
Í desember náðu þessi köst svo hámarki en þau hafa bara aldrei verið eins slæm.
Stráksi náði til að mynda að handleggsbrjóta móður sína í nóvember lok í einu kasti svo öflugur er hann orðinn.
En það sem er verst líka er þetta svefnleysi það er að taka alveg stundum 5klst að svæfa hann og svo vaknar hann 4 timum seinna og er búinn að sofa :/
En það er víst líka bara tímabil sem maður verður að tækla.
Það er því alveg óhætt að segja að geðheilsa foreldranna er ekki búin að vera upp á marga fiska enda lítið „frí“ eða slökun í kringum þennan gullmola.
Það sem er svo verst er að hann er ekki lengur með stuðningsfjölskyldu.
Hann var hjá dásamlegu fólki en það urðu breytingar og gekk það ekki lengur upp því miður svo nú erum við á fullu að reyna að leita eftir fjölskyldu en það gengur afskaplega hægt.
Greinilega ekki margir sem treysta sér í þennan flókna dreng okkar sem mér þykir afar sorglegt.
Okkur stendur til boða að fara með hann í skammtímavistun en við foreldrarnir erum ekki nógu hrifin af því þar sem það er ætlað eldri krökkum og hann er bara 4 ára og enn ekki farinn að tala neitt.
Fyrir utan það er hann sennilega sá flóknasti með einhverfu hér á þessu svæði svo maður er heldur ekki að treysta hverjum sem er fyrir honum.
Hann er ennþá með óbeit á yngri bróður sinn og er sjúklega afbrýðisamur út í hann og vill alls ekki að mamman komi nálægt honum og er því oft MJÖG erfitt að vera ein með þá báða því sá litli er orðinn skiljanlega mjög hræddur við bróður sinn.
En elsku Óliver Viktor hefur líka tekið miklum framförum í svo mörgu gengur t.d. mjög vel á leiksskólanum og gerir öll verkefni þar og brillerar.
Hann er líka farinn að skilja rosaleg mikið og skilur að okkar mati mikið mikið meira en hann sýnir.
Hann alveg dýrkar að fá að leika með systur sinni og kúra.
Þau fá oft að sofa saman í rúmi og finnst það alveg æði 😉
En við fengum aðstoð, kona sem kemur heim tvisvar í viku og er til að hjálpa á heimilinu létta á álaginu á okkur öllum.
Egill er búinn að vera vinna mikið en það er nær ómögulegt fyrir mig að vera ein með þau á þessum kvöldmata-svæfa tíma þannig að þetta hefur svo sannarlega hjálpað okkur og gerir honum kleift að vinna án þess að koma heim og allt sé í háalofti.
Hin börnin hafa líka rosalega gott að því að fá smá tíma frá honum og gerir móðurinni kleift að eiga gæðastundir með Óliver Viktori 🙂
Eins hjálpuðu þau okkur að fá svokallaða kúlusæng sem er eins og nafnið gefur til kynna fyllt með kúlum en hún er þung einhver 7kg en alls ekki óþægilegt að hafa hana.
Hún þyngir hann þegar hann liggur og veitir honum öryggistilfinningu… og verður vonandi til þess að svefnástandið lagist eitthvað aðeins þó ekki væri nema smá.
Við erum orðin ansi grá og guggin einn ungi tekur við af einum.
En í staðinn fáum við svo mikla hamingju og gleði að allt verður þess virði 🙂
Ég elska börnin mín og þau þurfa ekki að fara neitt annað við hjónin hvílumst í ellinni í kúri með barnabörnunum 🙂
En ég er afskaplega þakklát hvað akureyrarbær hefur aðstoðað okkur mikið og ef ekki væri fyrir það værum við tja eða ég í innlögn á geðdeild til frambúðar!
Ég hef mikið velt því fyrir mér að gera svona videoblogg í kannski nokkra daga til að leyfa fólki á fá frekari innsýn og þá kannski verður þetta skiljanlegra fyrir öðrum.
Það er nefnilega ofboðslega auðvelt að segja öðrum hvernig eigi að stýra bílnum en mun erfiðara þegar og ef maður þarf að standa í því að stýra sjálfur !!
Við fjölskyldan höldum áfram að tækla dagana saman og erum ofboðslega ánægð að það sé búið allt frí í bili og komin rútínan. Þangað til næst hafið það gott 🙂
Takk fyrir þetta Katrín mín 🙂
takk fyrir þetta blogg Katrín mín, ekki vitlaust að gera vídeoblogg þó svo það væri kanski bara fyrir fykkur
Alltaf gott að fá smá innsýn <3..Og alls ekki vitlaus hugmynd að gera videoblogg og leyfa heiminum að sjá hvernig aðstæður ganga fyrir sig 🙂 Brýn nauðsyn að fólk fái aðeins að sjá hvernig þetta er 🙂